FANDOM


Fögin sem er að finna í World of Warcraft eru gerð fyrir þá sem hafa áhuga á að geta smíðað, samansett og unnið úr vissum hráefnum sem finnast í heimi leiksins. Fögin eru skipt í tvo kjarna sem eru Aðalfög og Aukafög. Munurinn á þessum tveimur kjörnum er sá að þú getur tekið það að þér að læra öll aukafögin á meðan þú getur aðeins lært tvö aðalfög. Aðalfögin hafa hinsvegar mun meira gildi þegar það kemur að því að virkilega búa til eitthvað úr hráefnunum sem þú safnar, á meðan aukafögin eru frekar í þeim flokki að elda mat sem þú getur safnað frá dýrum án aðalfaga, veiða fisk og búa til plástra sem hafa það hlutverk að lækna minniháttar sár sem þú færð (missir lífs getur verið læknaður með plástrum).

Aðalfögin eru samt sem áður ekki með eins hlutverk, t.d. Járnsmiðjun tengist því að þú eigir stangir gerðar úr járni sem þú samansetur með öðrum hlutum til þess að búa til brynju, en hvernig kemst maður yfir þessar stangir? Eins og ég myndi orða það þá eru aðalfögin skipt í svokallaðar greinar. Ein greinin hefur það hlutverk að safna hlutum svosem málmi með faginu námun. Námun gerið þér kleift að kaupa þér haka og leitast eftir málmum í vissum steinum sem þú getur svo brætt. Með samblöndu þeirra faga t.d. Járnsmiðjun og Námun getur þú safnað málmi og brætt hann í stangir sem þú getur þar af leiðandi notað í járnsmiðjuna.

Mörg fög í World of Warcraft hafa þetta í huga þegar einhver leitast eftir því að taka að sér fag, sumir vilja bara söfnunar fög til þess að geta svo selt hráefnin á uppboði eða sumir taka það að sér að hafa samblöndu tveggja faga sem hafa áhrif á hvort annað.